Ekki segi ég fariri okkar alveg rennisléttar af íbúðamálum. Fyrri eigendur voru bornir út vegna hinna ýmsu skulda og ber íbúðin þess aðeins merki verður að segjast. Rafmagn var t.d. innsiglað og tók það nokkurn tíma að fá Orkuveituna til að opna rafmagnið. Ferlegt vesen, fyrst hringdi Gestur til að segja að við værum búin að kaupa til að hægt væri að skrá íbúðina á okkur. Þá er okkur sagt að það sé allt í lagi með rafmagnið því verði hleypt á strax. Daginn eftir hringir Gestur aftur og þá kemur í ljós að íbúð B var skráð á okkur en ekki íbúð D, svo það var lagað. Og ekki kemur rafmagn, svo Gestur hringir aftur og þá kemur í ljós að íbúðir B og D eru skráðar á okkur og þeir vita ekki hvora við eigum. Og ekki kemur rafmagn, þá er sendur maður til að skoða mælirinn í töflunni og hann er í lagi. Daginn eftir er ekki komið rafmagn og við orðin frekar fúl verður að segjast, og enn hringir Gestur og tuðar í bilana deildinni og þá vilja þeir meina að þetta sé okkur að kenna, það hafi brunnið yfir leiðslur hjá okkur og bla bla bla bla en hvernig það gat gerst í rafmagnslausri íbúð er óskiljanlegt hummmmmmmm. Við fengum Rikka mág Gests í heimsókn og báðum hann um að mæla spennuna í rafmagnstöflunum, hann finnur það strax út að það er ekkert rafmagn sem kemur inn og þarf afleiðandi ekkert út heldur. Gestur hringir enn í Orkuveituna og þeir tuða og nöldrast en senda samt mann sem kemur og sér strax að mælirinn er ótengdur vegna skuldar fyrri eiganda sem Íbúðalánasjóður var búin að borga. En hvað þessi maður gerði sem kom fyrst og kíkti á þetta og sagði allt vera í lagi, gerði langar mig að vita. Hef það nett á tilfinningunni að hann hafi ekki mætt á svæðið, ja alla vega ekkert gert. Meira andskotans vesenið. Við vorum alveg búin að fá nóg þarna, get ég sagt ykkur. Þannig var nú rafmagssagan mikla hehehehe. Núna erum við á fullu að brjóta flísar af veggjunum á baðherberginu, búin að rífa niður baðinnréttinguna og vegg. Við ætlum að lengja baðherbergið um 60 cm, til að fá meira pláss fyrir þvottavél og góðan sturtubotn. Heljarinnar vinna. Við ætlum svo að mála alla veggi og loft, þau eru í vægast sagt undarlegum litum, skipta um parket í stofunni og skipta um innihurðir. Það eru 4 hurðir í íbúðinni og engin þeirra er alveg eins. Fyrri eigendur hafa verið á ansi góðum lyfjaskammti eða unnið í Sorpu og fengið hurðir og gólflista þar!!!! Nóg af verkefnum hjá okkur framundan. Stefnan var sett á að flytja fyrir mánaðarmót en ég sé það ekki alveg gerast, baðherbergið tekur mun lengri tíma en áætlað var. Þetta gengur hægt en mjakast þó í rétta átt.
kveðja Guðbjörg hin rafmagnaða
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home