mánudagur, maí 24, 2004

heeeellllllllllllllllú miklar gleðifréttir hérna mar. Mæja hin danska ætlar að bregða sínum íslensk/danska fæti á vora fósturjörð í sumar. Mikil gleði og mikið gaman. Næstu gleðifréttir eru að við skötuhjúin erum búin að finna okkur íbúð, gera tilboð og það samþykkt. Nú bíðum við eftir að gengið verði frá öllum pappírum og að íbúðalánasjóður samþykki allt draslið. Ótrúlegt hvað það er hægt að gera mikla skriffinnsku í kringum allt. Ég bíð spennt og ég meina mjög spennt. Vika síðan tilboðið var samþykkt og vonandi verða ekki margar vikur þar til við fáum íbúðina afhenta. N.B. við fundum tóma íbúð þannig að við fáum afhent þegar allir pappírar eru í höfn og undirskriftir komnar á sína staði. Jibbbbbbbbbbý jei. Bara spennnó, þori varla að hugsa um þetta, hörmungarhyggjan mín er sko á fullu að finna alla vankanta sem til eru. Þori ekki einu sinni að byrja að pakka niður fyrr en allir pappírar eru í höndum okkar.
Áttum ágætis helgi í sveitinni fyrir utan kvef, hálsbólgu og rigningu. Ekki alveg samkvæmt minni pöntun. Alveg merkilegt loksins þegar mar tekur sér frídag þá verður mar veikur, ekki alveg að fíla þetta sko.
Á miðvikudaginn síðasta fór starfsmannafélagið á Lundinum í hestatúr í Laxnesi. Mega gaman, held að flestir hafi verið sáttir við sína hesta. Ég fékk allavega dúndur hest, svo mikið dúndur að á köflum átti ég erfitt að ráða við dýrið. Fyrsta vandamálið var nú samt að komast á bak, stressið yfir því að vera að fara á ókunnugan hest í ókunnugum hnakk að ég ætlaði ekki að hafa mig á bak. Það sárvantaði góða bakþúfu þarna á hlaðið. Fólk á ekki að hafa allt rennislétt ehheheheheeh. Myndir af þessari merkuferð koma fljótlega. Annað vandamál ferðarinnar var kuldi í hlöðunni þar sem við borðuðum. Það lá við að heita gúllassúpan yrði komin vel niður fyrir frostmark þegar maður var komin að borðinu sínu. Þvílíkur skítakuldi mar og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í kuldamálum. Þarf að læra að setja inn myndir á þessa merku síðu mína. Ég er með smjaðurherferð í gangi núna við rúsínukrúttið mitt í danaveldi varðandi það mál.

Hetja Gvends kveður í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home