vorið er komið og grundirnar gróa............ datt þetta í hug þegar ég sá vorboðana í fjárhúsinu á ættaróðalinu um helgina. Jújú fyrstu lömbin eru komin í heiminn fyrr en áætlað var, ja alla vega fyrr en mannfólkið hélt. Einn ansi spenntur dorri skrapp í næturheimsóknir yfir í kvennabúrið og skyldi sitt eftir þar.
Af okkur mannfólkinu er annars lítið að frétta. Þessi mánudagur er búin að vera sá lengsti í manna minnum á þessu ári hjá okkur báðum. Erum svo samstíga hjúin :) get svo svarið það að ég hélt ég myndi ekki meika þennan langa dag. Vill til að það er frí á fimmtudaginn. Einhvern tíman hefði mar skellt sér á Geirmundardansleik á Hótel Borgarnes og skemmt sér mikinn á síðasta vetrardag og tekið móti sumri þunnur og kátur. Hugsa að svo verði ekki nú ;) Læt Kristjönu um það og hennar vinkonur um það.
Á morgun er svo planið að hitta þá iðjuþjálfa sem búa á Stór höfuðborgarsvæðinu og útskrifuðust um leið og ég. Við ætlum í menningarferð á kaffihús á Laugarveginum. Það verður bara gaman, sumar hef ég ekki séð síðan við útskrifuðumst í júní . Gvuð hvað það er skrýtið að það sé ár síðan vð rifum og þættum hár okkar við lokaverkefnisgerð og bráðum ár frá útskrift. Tíminn flýgur...........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home