miðvikudagur, mars 31, 2004

Nú þarf ein aðeins að blása. Skil ekki fólk!!!!!!!!!!!!! ok ég veit þetta er stór og mikil alhæfing. En við áttum að fá svar við tilboðinu í dag sem við gerðum í Engjaselið. En nei nei nei þau geta ekki ákveðið sig hvað þau vilja. Hann er í útlöndum og átti að koma heim í dag en kemur ekki heim fyrr en föstudaginn langa. Honum voru send öll gögn og er búin að fara yfir þau. Frúin hérna heima skilur ekki tilboðið og fasteignasalinn var búin ða mæla sér mót við frúnn í gærkvöldi heima hjá henni (þau búa í sömu blokk) en hvað gerist????? Hún ekki heima og svarar ekki símtölum í gærkvöldi og í dag. Fasteignasalinn fékk þær upplýsingar í gær að þau vildu hafa íbúðina áfram á sölu en ekki taka við neinum tilboðum fyrr en á föstudgaginn langa. Hann er ekki alveg til í það og vill kippa henni af sölu þar til þau eru búin að ákveða hverna andsk..... þau vilja eiginlega gera. Hann ætlar að athuga fyrir okkur hvort það sé ekki einhver önnur sambærileg eign á skrá hjá honum og Gestur einkaritari minn hefur samband við hann á morgun. Annars verður framhald í næstu viku.....

Jæja nóg um það, tengdó bauð okkur í mat í kvöld sem er ekki í frásögur færandi nema hvað þegar ég stökk af stað til að fara í leikfimi þá var elsku gamli bílinn minn steindauður. Ég hin geðfúla eftir upplýsingarnar um fasteigna mál hafði gleymt að slökkva ljósin á bílnum og hinn 12 ára gamli rafgeymir var tómur og þá meina ég galtómur. Jæja ég var að verða of sein svo ég stökk upp í jeppann og brunaði upp í mosó og lenti þar í leikfimitíma from Hell. Gestur fór á bíl mömmu sinnar á húsfund hjá Asparfellinu. Eftir leikfimina ætlaði ég að sýna snilli mína og tengja á milli bílanna og starta gamla mínum og selflytja bílana heim. Þá var svo þétt lagt við gamla minn að ég komst ekki að honum og gat ekki ýtt honum út úr stæðinu svo ég varð að játa mig sigraða. Svo nú er ég að bíða eftir að fundurinn sem Gestur er á klárist svo við getum gengið frá bílamálum fyrir nóttina.

Er gjörsamlega búin á því núna og kveð í bili. Hafið það gott og verið góð við hvort annað



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home