mánudagur, mars 22, 2004

púffffffffffff ef þetta er ekki búin að vera mánu spánudagur from stress city þá veit ég ekki hvað. Mætti í vinnu í morgun eins og ég átti að gera svo á námskeið og svo í leikfimi, var komin heim um hálf tíu og fann þar sofandi mann með guðfræðibók klessta á nefinu heheheheheheh bara gaman að því.

Það er víst nánast satt sem Gestur sagði í commenti að skipulagshæfileikar mínar fóru í leyfi í óákveðin tíma. Til dæmis búin að þríbóka miðvikudagskvöldið og þarf að leiðrétta þann misskilning. Eitthvað bókað á hverjum degi eftir vinnu þessa vikuna.

Litli bró og hans frú að fara að ferma um helgina. Con grats með það. Mér finnst það ótrúlegt, svo stutt síðan Jói var bara smá putti, og síðan kom Gummi og hann allt í einu orðin 8 ára skólastrákur og Fannar smá patti orðin ársgamall. Hvað þýðir þetta??? Er ég að verða gömul??? eða eru foreldrar þeirra að verða gamlir???? ætli svarið fari ekki eftir hver segir frá, finnst það frekar trúlegt. En ok alla vega hlakkar mig til að hitta þau á sunnudaginn og samgleðjast með þeim öllum.

Jæja ætli það sé ekki bara komin tími á að fara í þvottahúsið og kippa úr þvottavélinni og fara svo að sofa. Held það bara svei mér þá.
Góða nótt og megi guð geyma ykkur.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home