miðvikudagur, mars 10, 2004

... ansi var gott að komast á hestbak eftir vetrarfrí hjá þeim. Skellti mér að Kálfalæk og lagði við þrjár merar. Brunaði svo yfir móa og mýrar að ættaróðalinu. Skrítið að fara yfir þetta landsvæði þegar almanakið segir hávetur en veðurguðirnir láta rigna og rigna og rigna og mar þarf allt í einu að passa sig á flóasundum. HUmmmmmmpppf ég man þá tíð þegar hægt var að fara á hjarni yfir allt sem fyrir var, þegar tímatalið sagði vetur. En jæja svona hafa veðurguðirnir náð tangarhaldi á veröldinni.

Afmælið á föstudagskvöldið var ljómandi skemmtilegt, fullt af fólki enda ekki von á öðru þegar afmælisbörnin voru 3. 130 ár samtals. Margt gert til skemmtunar, skoðaðar myndir af afmælisbörnum á ýmsum æviskeiðum, borðað, drukkið, sungið, dansað og spjallað (örugglega eitthvað fleira gert!!!! ágætis upptalning samt).
Afmælið á sunnudag var heldur rólegra enda þar mættir færri einstaklingar :) áttum saman mjög notalega kvöldstund.

Sumsé helgin var ljómandi fín, vinnuvikan hálfnuð og stutt í næstu helgi með nýjum ævintýrum. Sem minnir mig á það að hún lubbalína þyrfti nú að láta aðeins snyrta á sér höfuðhárin fyrir komandi árshátið Reykjalundar. Slæmt að vera samstarfsfólki sínu til skammar. Liggur við að ég sé komin með fléttur, sumar segjast aldrei hafa séð mig svona loðna, hvað sem svo er til í því.

Að lokum segi ég bara allir að drífa sig út í gönguferð og njóta veðurblíðunnar sem gengur á ofsahraða yfir landið með tilheyrandi vatnaskvettum!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home