mánudagur, febrúar 02, 2004

góðan daginn og velkomin á fætur :) hrikalega getur verið erfitt að rífa sig út úr heitu bólinu, klæða sig og fara út í 10 gráðu frost eins og var í höfuðborginni í morgun. Það þurfti hellings sannfæringarkraft af minni hálfu að koma mér á fætur og hinn helmingurinn steinsofandi og hrjótandi við hliðina á mér. Náði mér nú heldur betur niður á honum því ég skellti honum í sjokk therapiu. Gamli bílinn minn neitaði að fara í gang vegna rafmagsleysis (lái honum það nú ekki í frostinu minnug þess að ég var ekki að hafa mig á fætur). Svo mín varð að hringja heim til sín og ræsa manninn á fætur til að jeppaskutla mér í vinnuna. Gott að eiga svona yndislegan einkabílstjóra.

Þorrablótið var mjög skemmtilegt. Hitti þar fullt af skemmtilegu fólki og svo öðru sem er minna skemmtilegt. hehehehehehe, ekki illa meint samt. Samkvæmt venju þá breyttist seinni hluti þorrablótsins í boxhátið sem stapabræður stjórnuðu af miklum dugnaði, þó sérstaklega sá yngri. Undarlegt hvað sumir hafa mikla hnefaþörf þegar þeir hafa bragðað áfengi og jafn undarlegt er hversu smitandi þessi box áhugi er meðal þorrablótsgesta. Það er eins og æði grípi lýðinn og sem flestir þurfa að skella sér í boxið og hinir að forða sér til að lenda ekki undir. Ég er svo friðsöm ung og saklaus sveitastúlka að ég er í hópnum sem forðar sér til að lenda ekki í fljúgandi borðum, bollum, glösum, hnefum, fótum og já almennt fljúgandi fólki. Á næstu helgi er svo annað þorrablót í uppsiglingu sem er mun friðsamara venjulega. Vonandi að kolhreppingar taki ekki upp boxsiði. Læt ykkur vita hvernig það verður.

Er ekki þá bara komin tími á að vinnudagurinn byrji fyrir alvöru??? og ég fari að sinna mínum skjólstæðingum.
Njótið dagsins og verið góð við hvort annað :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home