þriðjudagur, janúar 27, 2004

jæja, loksins tókst það mar, ég úbs ég meina við heimsóttum Björk í "nýju" íbúðina hennar. Ferlega léleg frammistaða verð ég að segja, stelpan er næstum því búin að búa þarna í heilt ár og við ekki haft það af að heimsækja hana fyrr en í gærkvöldi. Virkilega skemmtileg íbúð hjá henni. Við erum ferlega léleg að heimsækja fólk, það verður bara að segjast eins og er!!!!!!

Spennan magnast við erum að fara að skoða íbúð á eftir upp í Mosó. Íbúð nr 1 sem við skoðum. Komin tími til að yfirgefa foreldrahús og standa enn betur á eigin fótum og fara að eignast eitthvað. Eins og mar er svo skemmtilega minntur á öðru hvoru að mar yngist víst ekki. Ég fæ þessa ábendingu ansi oft og þá sérstaklega í sambandi við barneignir. Ansi mörgum finnst ég vera að komast úr barneign og eigi að drífa í þessu í hvelli áður en það verður of seint. Skil ekki svona stress, það kemur að þessu einn góðan veðurdag nú eða kannski aldrei, hver veit. Dáist að fólki sem stendur í þessum barnabransa. Sýnist að frændsystkini mín séu ansi dugleg við þetta sem er bara gott mál. 2 nýkomin í heimin og svo eitt á leiðinni mjög fljótlega + auðvitað Fannar og Sigurdís í byrjun síðasta árs. Hvað ætli löngubörnin séu orðin mörg hjá afa og ömmu í bgn????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home