miðvikudagur, janúar 21, 2004

well, well, well, veit ekki hversu gáfulegt það verður sem kemur frá mér í kvöld. Ég er gjörsamlega búin að vera eftir sjúkranudd og leikfimi. Sandra vinkona kíkti á okkur skötuhjú í gærkvöldi, hún er farin að telja niður þar til hún fær íbúðina sína afhenta, mér telst til að það séu 17 dagar þangað til. Öfunda hana gífurlega. Væri alveg til í að búa í mínu eigin húsnæði og geta gert það sem mig langar til, ég verð að sína þolinmæði og þolinmæði og þolinmæði því það hlýtur að koma að því að draumahúsnæðið detti upp í hendurnar á okkur.
Bóndadagurinn á föstudag og þar með byrjar þorravertíðin. Við ætlum að leggja x2 land undir dekk og skella okkur á þorrablót með familíunni í sveitinni. Fyrst í Lyngbrekku 30. jan og svo í Lindartungu föstudaginn á eftir. Samkvæmt ævaforni venju verður Upplyfting hin sí unga að spila. Hingað til hefur þetta verið heljarinnar geim og svaðalega skemmtilegt, og auðvitað verður svoleiðis áfram. Gaman að skemmta sér með þessu fólki og ekki spillir fyrir að mar þekkir flesta, ja eða allavega vita hverjir þeir eru. Nú er bara að hrista rykið af vodkaflöskunni og söngröddinni og skemmta sér konunglega eftir rúma viku. Verst mar er í átaki með mataræði og drykk og áfengi er frekar óhollt!!! en hver svo sem ætti að kjafta frá???????????????????? læt það vera lokaorðin í kvöld

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home