miðvikudagur, febrúar 11, 2004

hæ hó jibbbbbbý jei það er komin miðvikudagur :) er á fullu að finna ljósa punkta á tilverunni. Búin að vera heima síðan á hádegi í gær með flensu og sé fram á að vera heima á morgun líka. Loksins þegar mar er heima á virkum dögum þá getur mar ekki gert neitt nema legið eins og skata upp í sófa, lesa, horfa á sjónvarpið og flækjast í tölvunni. Allt eru þetta hlutir sem manni langar til að gera þegar mar er að vakna og á leið í vinnu.

Búin að vera í lestrarmaraþoni, búin að klára Ambáttina, Ruth Reginalds og Brennd lifandi. Fór á bókasafnið í dag og náði mér í fleiri bækur. Er orðin forfallinn aðdáandi Marianne Fredriksen (vonandi rétt skrifað). Hún skrifaði t.d. Anna, Hanna og Jóhanna. Mæli með þessum rithöfundi. Kemst nálægt því að vera eins góð og Isabell Allende sem er minn uppáhaldsrithöfundur.

stutt í kvöld ætla að horfa á 70 mín Leonce er hjá þeim grínurum. Forvitnilegt að sjá hvað gerist

Góða nótt allir saman og verið góð við hvort annað

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home