mánudagur, febrúar 09, 2004

howdly :) eru ekki bara allir hressir eftir helgina???? við skötuhjúin erum sæl eftir fína sveitahelgi. Fórum á þorrablót á föstudagskvöldið í Lindartungu og skemmtum okkur konunglega. Merkilegt hvað fólk er hugmyndaríkt við að sjóða saman skemmtiatriði. Skemmtinefndin breytti út af vananum bjó þetta árið til kvikmynd með skondnum uppákomum úr sveitinnni síðasta árið. Heppnaðist ljómandi vel og það var hlegið vel og lengi. Smá píkupopphljómsveitinn Upplyfting spilaði fyrir dansi en ekki fyrir dansi og boxi eins og helgina þar á undan. Las einmitt í Skessuhorninu um síðasta þorrablót að þar hafi verið dansaður vals á helmingi dansgólfsins og á hinum helmingnum hafi verið slegist. Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Vegna veðurs ákváðum við að fara á þorrablót á tveimur jeppum. Það skóf þvílíkt. Ætluðum bara að fara á okkar pajero en herra og frú fóstra fóru á fjallajeppatoyotunni sinni. Ég tók að mér að keyra enda jeppagella mikil :) Er alveg að fíla þetta í botn. Verð að viðurkenna að ég fór úr hælaháu skónum áður en ég keyrði af stað. Spariföt, kápa og gönguskór, hljómar það ekki vel til vetraraksturs????? Alltaf svo mikil dama eins og þið vitið.

Vinnuvikan byrjuð á nýjan leik og ég farin að hugsa um hve langt sumarfrí ég fái og hvenær skyldi vera best að taka frí. Engin niðurstaða komin í hvenær en ég fæ ca samkvæmt síðustu útreikningum 19 virka daga. Sem er mun lengra en ég hef fengið síðustu ár...... hljómar ljómandi mikið vel. Held að tímasetning sumarleyfis skipti ekki miklu máli bóndans vegna þar sem hann verður í sinni stimpilklukkulausu vinnu í sumar.

Kíkti aðeins á hestana í frostinu um helgina og dauðlangaði til að taka nokkra í hús og fara að komast á hestbak. Spurning hvenær systa tekur inn og hvaða hesta hún tekur. Fæ að skjótast á bak hjá henni. Hún tekur amk ekki minn ofurfák í hús þar sem þau eru langt frá því að vera vinir. Skil það nú ekki þar sem öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir hehehehehee.... skil hana svo sem vel þar sem minn ofurfákur getur verið ansi kaldlyndur í daglegri umgengi. Það er nú annað en hún ég, svo blíð og ljúf. hehehehe læt þetta vera síðustu orð dagsins.

kveðja
Guðbjörg

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home