laugardagur, febrúar 21, 2004

já, ein einn vikan þotin framhjá á ógnarhraða, hvað verður um alla þessa daga. Það er langt síðan ég hef skrifað eitthvað.

Í dag er ég búin að klára margra daga skammt af húsmóðursgenum, bæði elda kvöld mat og baka bollur. Bjóða tengdóma + systur hennar í kaffi. Skammarlegt að ég hef ekki hitt þær síðan í þrettándaboði hjá Svönu. Ussssss varla hægt að segja frá þessu á almennum vettvangi.

Við erum búin að skoða helling af íbúðum og erum enn ekki búin að finna neitt sem okkur líst extra vel á, tvær koma til greina og það þarf að gera slatta fyrir þær. Fleiri íbúðir eru komnar í sigtið og nú er bara að vinda sér í að skoða þær. Er að bíða eftir greiðslumatinu, því jú auðvitað skiptir máli hvaða lán fást. Þoli ekki peninga þeir yfirgefa mig alltaf svo hratt. Vonandi bara vinnum við í lottóinu, meira að segja keypti miða, hef ekki gert svoleiðis í mörg, mörg ár. Væri ekki slæmt að fá nokkrar milljónir til að grynnka á skuldum og leggja í húsnæði. Jammmmmmz margt spennandi að gerast. Tvær vikur eftir að átaksnámskeiðinu og ég er enn að mæta, nokkuð stolt af sjálfri mér. Fékk flensu fyrir rúmri viku og var veik í viku, þegar ég síðan byrjaði í leikfiminni aftur þá hélt ég að það yrði mín síðasta stund. Ég hélt ég væri að kafna, miklu erfiðara en fyrsti tímin eftir áramótinn. Var nánast spurning um súrefniskút og innlögn á lungasvið Reykjalundar eða á Vífilstaði og svo að sjálfsögðu sjúkrabíl til að koma mér þangað!!!!!! Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur????? heeheheehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home