föstudagur, febrúar 27, 2004

Ferlega er skrýtin frostrigning úti núna, skrapp í hádeginu á salatbarinn í Nóatúni, við Elísa áttum í vandræðum með að skafa frostið af rúðunni á honum gamla mínum. Salat í matinn til að passa upp á vigtina á vigtunardegi, þetta margumrædda átaksnámskeið er alveg að klárast. Bara ein vika eftir!!!!! Er svo að fara að sjá íslensku hestamyndina. Mjög áhugavert að sjá hana. Dómarnir sem hún fær eru mjög misjafnir og þá sérstaklega tónlistin.

Forvitnilegur vinnufundur á morgun hjá Iðjuþjálfafélaginu. Ætla ekki að mæta en hlakka til að heyra útkomuna eftir hann. Mér skilst að þemað sé, hvert vilja félagsmenn að félagið stefni í framtíðinni. Áhugaverðar pælingar skapast örugglega út frá því. Fæ pottþétt að heyra allt um það í vinnunni á mánudaginn.

góða helgi allir saman


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home