sunnudagur, mars 14, 2004

Fórum í dag á sýninguna Æskan og hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal. 300 börn og ungmenni tóku þátt. Þetta var æðisleg sýning, vel þjálfaðir knapar og hestar. Yndislegt að sjá yngsta knapann sem var 5 ára, hann náði rétt sást í hnakknum, mjög fíngert barn. Hesturinn hefur varla vitað að hann væri með einhvern á baki, gott samband þeirra á mili. Þetta minnti mig á í denn þegar ég var fyrst að teyma undir Kristjönu systur. Síðan var stór hópur krakka í grímubúningum, Andrés önd sló í gegn, þarna var líka Lína langsokkur með apann á öxlinni og Harry Potter. Geggjað, hef aldrei áður farið á svona hestasýningu.

Fórum svo í afmæli hjá Bergrúnu gellu. Daman varð feimin þegar farið var að syngja fyrir hana, nema henni hafi fundist við syngja svona illa að þess vegna hafi hún dregið sig í hlé.

Við skötuhjúin erum með fögur fyrirheit fyrir morgundaginn, ætlum í sund eldsnemma eða kl 7, stór efast um að við höfum okkur á fætur erum svo værukær að morgni dags :)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home