sunnudagur, mars 21, 2004

Í kvöld datt ég nokkur ár til baka í tíma og upp komu gamlar og góðar minningar síðan ég bjó í Borgó sporgó. Málið er að ég heyrði lagið "the power of love" og datt í hug hópurinn sem ég var sem mest með þá. Ansi hress og skemmtilegur, Eva Rós, Bjargey, Árni, Ásgeir, Kalli, Pétur og Sigga vonandi er ég ekki að gleyma neinum. Kannski að eitthvað hafi líka rofað til í gær (laugardag) er við hittum Evu beib á Asíu og áttum með henni æðislega notalega stund við hádegishlaðborð. Hún rifjaði upp t.d. að ég fór til spákonu fyrir mörgum árum og hún sagði mér að ég ætti eftir að eiga mann sem væri annaðhvort prestur eða læknir!!! ég hugsaði með mér je right og fussaði þvílíkt, ég að verða prestmaddama!!!! eina maddaman sem ég þekkti var Sigga og þetta var hennar titill ekki minn. ....en hvað er að gerast eftir 4 ár????? já svona geta spákonur verið magnaðar.

Í gærkvöldi var svo líka árshátíð Reykjalundar. Við byrjuðum að hita upp heima hjá Gunnhildi (annað heiti Gunngildur samkv. Iðjuþálfanum fagblaði iðjuþjálfa, (er þetta nokkuð orðin langur svigi???)) Svaðalegt fjör og skemmtileg heit. Geggjaður matur, geggjaðir þjónar og geggt góðir drykkir. Gestur þessi elska ákvað að vera bílstjóri og ég sá um að útrýma áfengi sem gekk bara ljómandi vel og tel ég að geðsviðið hafi unnið verkjasviðið feitt í þessari drykkjukeppni. Þær voru eitthvað að væla um að þær hafi unnið í julefrokostinum en þá var Elísa ein að keppa á móti tveimur verkjagellum ójafnleikur það. Núna vorum við tvær í hvoru liði, mun jafnari leikur. Skemmtiatriðin voru ýkt fyndin, þjónar, uppistand og síðast en ekki síst Leonce eftirhermur. Eins gott að kerlan frétti ekki af þessu, myndi heimta stefgjöld, kreditlista og fleira í þeim dúr. Held hún sjálf sé haldin kynþáttafordómum í eigin garð, en jæja þetta var smá útúrdúr.
Mæting á árshátíðina fámenn en góðmenn og hafði hljómsveitin orð á því hve góðir áheyrendur og dansarar voru á ferðinni. Upphófust mikil fagnaðarlæti þegar hljómsveitin klappaði fyrir gestum og gangandi af þessu tilefni. Var þetta afar ánægjulegt. Annað sem var líka ánægjulegt sem og margt fleira var að ekki var reykt inn í salnum, þvílík snilld. Því miður voru all flestir voru farnir kl hálf tvö!!!! nb hálf tvö. Geirfuglarnir spiluðu af þvílíkri snilld og hættu þeir kl 2. Við ákváðum að taka rúnt í Kópavoginn og í Mosfellsbæinn á leið okkar heim í Breiðholtið.

Í dag var risið seint úr rekkju og þaðan var síðan stefnan tekin á Flúðir. Á Flúðum voru Sirrý og Svanur með afkvæmum sínum og fylgihlutum í sumarbústað. Mjög notalegt. Stór familían mætti nánast öll. Gott að taka smá rúnt svona í syfjunni daginn eftir djamm. Við elduðum saman og átum á okkur gat.

En well nú er komin tími til að fara inn í svefnherbergisálmuna og fara að sofa.
Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home