mánudagur, mars 29, 2004

Ljúf og góð helgi að baki. Íbúar óðalsins fóru á boðskemmtun á föstudagskvöldið svo að við Gestur tókum að okkur að gæta húss og dýra + barna Helgu og Ásbjörns. Allt gekk stórslysalaust - eitt glas sem frussaðist inn í uppþvottavélina og um nánasta umhverfi. Hef aldrei áður ryksugað uppþvottavél, en eins og maðurinn sagði 1 sinni er allt fyrst. Laugardagur rann upp bjartur og fagur alltof snemma eins og morgnum er einum lagið. Foreldrarnir fengu að lúra á sínu græna og yngri kynslóðin sá um dýrahald. Ég, Arnar og Guðrún skelltum okkur á hestbak og höfðum mikið gaman af.
Jóhann Óli fermdist á sunnudag og bauð fjölskyldu og vinum í stórglæsilega veislu á Breiðinni. Spurning um að foreldrar hans hafi valið þennan stað til að kynna skemmtistað Akraness fyrir yngri kynslóðinni svo þau rati á djammið þegar þau stækka :) hehehe mátti til. En alla vega þetta var rosalega fínn dagur og ljómandi góður matur. Góð tilbreyting að fá ítalskt hlaðborð í stað þessara hefðbundnu íslensku, ekki svo að skilja að þau sé neitt slæm. Myndir úr fermingunni eru komnar á myndasíðuna okkar Gest ef þið viljið skoða. Þið sem ekki eruð með slóðina hafið samband við mig með tölvupósti nú eða símtali.

Dagurinn í dag hvarf á ógnarhraða eins og flestir dagar gera. Kláraði viðtalstækninámskeiðið í morgun hjá Endurmenntun Háskólans. Var greinilega búin að gleyma því sem ég sagði í vor um að allt nám yrði sett í frí í amk ár. Jammmmmmz, alltaf gott að bæta við sig til að styrkja fagmannshæfileikana. Er ekki alltaf að upplifa að ég sé góður fagmaður :( þarf eitthvað að laga sjálfstraustið og fagvitundina. Þetta kemur allt saman sko, en mín er bara svona svaðalega óþolinmóð að ég sé fullkomin fagmaður eftir tæpt ár. Ekki alveg raunhæft. Kannski ég þurfi að fara í iðjuþjálfun til að læra að setja raunhæf markmið!!!!!!! Spyr Elísu hvort hún sé til í að taka mig í þjálfun.

Við gerðum tilboð í íbúð í dag og nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Fáum svar á miðvikudag. Hrikalega spennandi allt saman. Ef allt gengur upp þá förum við nú ekki langt, færum okkur úr 111 í 109. Er að gera mitt besta til að fara ekki yfir um af margumræddri óþolinmæði.

En svona að lokum þá held ég að ég hafi alvarlega dottið á hausinn, er byrjuð á nýju leikfiminámskeiði. Get alveg sagt ykkur í fullri hreinskilni að það tekur alveg helv.... mikið á, að sannfæra mig um að mér finnist þetta skemmtilegt. Sá samt eitt hrikalega jákvætt í fyrsta tímanum, sko þannig er mál með vexti að fröken ég er með afskaplega slæma samhæfingu handa og fóta en sko þarna voru konur að byrja í leikfimi sem voru miklu verr staddar en ég á þessu sviði. Elísa var að spá í að kenna þeim líkamsvitund því nokkrar vissu hreinlega ekki hvar líkamshlutar þeirra voru staddir.

Þangað til næst, hafði það gott og verið góð við hvort annað
knús frá mér


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home