Snilld er rétta orðið yfir fjórhjólaferðina í gær. Fórum með Eskimos travel í fjórhjólaferð upp í Skorradal. Við vorum 10 stk af mannverum sem Gestur bauð af manngæsku sinni að koma með í þessa mögnuðu ferð. Gestur var auðvitað með og fararstjóri frá Eskimos. Ekið var út í Skorradalsvatn og með ströndinni, yfir ár og lækjarsprænur, upp fjallshlíðar eftir illadrulluskítugum slóðum og vá já þvílíkt stuð. Við fengum færri hjól til afnota en áætlað var svo að það þurftu að vera tveir á 5 hjólum sem kom ekki að sök. Hjólin eru tveggja manna 500 kúbika Bombardi fjórhjól, 280 kg pr/stk. Svona til þess að sýna að ég hef fylgst með tæknilegum staðreyndum. Þetta var alveg jafngaman og í denn!!!!!!! Nú er bara að skella fjórhjóli á 15 ára planið og byrja að safna :) Eftir að við vorum búin að keyra vítt og breytt, skellti Gestur sér í grill karakterinn og snaraði fram þessum dýrindismat, ég var sérlegur aðstoðarmaður og lagði á borð. Hann var svo fagmannlegur í þessu. Myndir úr ferðinni koma fljótlega inn á myndavefinn okkar.
Laugardagurinn var hinn rólegasti nema ég fékk það óráð að fara í leikfimi kl hálf tíu að morgni dags. Við Elísa fórum síðan og eyddum smá peningum í búðarrápi.
Þar til næst hafið það gott :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home