jæja loksins kemst ég til að skrifa nokkrar línur um lífið og tilveruna :) Við áttum ágætis páskahelgi í faðmi familíunnar minnar á ættaróðalinu. Viss um að foreldrar okkar hafi verið dasaðir eftir að hafa okkur 3 systkinin + maka og börn þar sem það á við hjá sér, en örugglega (alla vega vonandi) skemmt sér líka konunglega. Verst var að það var ekki sem skemmtilegast veðrið en svona er Ísland, fengum svona sýnishornaveður með ýmsum tilbrigðum. Við m.a. nutum þess að sitja i heita pottinum á kvöldin og slappa af eftir át dagsins, þvílík snilld að hafa svona pott við húsið hjá sér. Ætla að hafa það þannig þegar ég verð stór og feit kerling einhverstaðar í heiminum. Talandi um í heiminum, Jói frændi benti okkur á að við værum frekar vitlaus. Hvort við skildum ekki ábendingar æðri máttarvalda sambandi við íbúðakaup okkar, það væri augljóst að við ættum ekki að kaupa íbúð í Reykjavík heldur flytja út á land og þá helst í Borgarnes. Frekar augljóst þegar hann var búin að benda okkur á þetta, en við ætlum nú samt að halda áfram að leita í Reykjavíkinni.
Við erum komin aftur á stað að leita á netinu að álitlegum íbúðum og förum fljótlega að skoða meira, eða alla vega ég vona það. Annars fara prófin að byrja hjá Gesti og þá hefur hann ekki tíma fyrir svona veraldlegt stúss. Þá verður hann andans maður og ég læðist um eins og mér einni er lagið heheheheh sjáið þið það ekki alveg fyrir ykkur???? Brussan ég að láta fara lítið fyrir mér, heheheh nú hugsar örugglega einhver je right, Guðbjörg að læðast. Það er svona álíka og fíll í postulínsverslun.
Elísa vinkona er að fljúga til Prag á morgun og ég öfunda hana alveg heilan helling, vildi svo gjarnan fara líka. Búin að segja henni hvað mér fannst flottast og skemmtilegast. Vonandi skemmta þau skötuhjúin sér bara vel. Þau eru meira að segja á sama hóteli og við vorum á.
En well nú er komin tími til að skella í sig grilluðum laxi og grænmeti. Skjáumst síðar!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home