þriðjudagur, apríl 20, 2004

Komin heim af kaffihúsinu upp full af slúðri um hver er með hverjum, hverjir eiga von á barni, hverjar eru nýbúnar að eiga, hver er búin að kaupa íbúð og hver vinnu hvar. Við fylgjumst ótrúlega vel með hvor annarri finnst mér, ja alla vega einhverjar okkar. Nauðsynlegt að hittast svona og spjalla lítið eitt. Ennþá finnst mér skrýtið að við tilheyrum fagstétt, lít á okkur sem námsmenn ennþá.
En annars er nokkurskonar föstudagur á morgun og svo annar föstudagur á föstudaginn, skrýtin vika það :) en sam ósköp ljúft. Ætla helst að gera minna en ekki neitt á fimmtudaginn, fer í mesta lagi á ættaróðalið og fylgist með "arfinum". Verður gaman að hitta Elísu á morgun eftir Pragferðina jibbbbbbbbbbbbbý hlakka svo til að heyra hvað hún skoðaði og hvernig henni fannst borgin vera. Fæ alveg útlanda fiðring við tilhugsunina eina saman. Engin útlandaferð á stefnuskránni hjá okkur þetta árið, væri samt ljúft að fara í stutta helgarferð í haust....... sjáum til með það.

knúsur og kram

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home