laugardagur, apríl 24, 2004

Við fórum í Borgarleikhúsið í gær og sáum Chicago, alveg ágætis verk. Guðbjörg hinni óþolinmóðu (flott ættarnafn, hin óþolinmóða) fannst verkið á köflum of langdregið. Mesta snilldin í verkinu var Eggert Þorleifsson sem lék eiginmann Rósý (Steinunn Ólína). Hann upplifði sig sem að engin tæki eftir honum, meira segja var ástandið svo slæmt þegar hann var barn að eitt sinn þegar hann kom heim úr skólanum voru foreldrar hans fluttir. Hann lék þetta alveg snilldarvel og lagið sem hann söng um að hann væri gegnsær eins og "sellofan" var bara æði.
Varð að pósta þetta áður en ég skrepp í sveitina.

Sí jú

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home