mánudagur, apríl 26, 2004

bara komið sumar í Mosfellsbænum :) grasið þýtur upp og fílfarnir springa út, næstum því jafnvæmið og í bók eftir Guðrúnu frá Lundi síðan sautjánhundruð og súrkál ...... heheheh ..... Framundan er HEIL vinnuvika, slíkt hefur ekki gerst síðan í byrjun aprílmánaðar. Ferlegt alveg mar!!! Næsti frídagur er 20 maí, vá alveg mánuður þangað til. Verður fljótt að líða.
Þið ykkar sem brennið af áhuga um íbúðakaup okkar hjúa þá er það nýjasta að frétta í stöðunni að ekkert hefur gerst í nokkrar vikur. Held það sé skynsamlegast að bíða framyfir próf hjá Gesti og sjá svo hvað gerist. Auðvitað er mar alltaf á netinu að skoða hvað er í boði og ef við dettum niður á eitthvað skemmtilegt þá verður látið vaða og forvitnilegt hvað gerist. Hingað til hefur þetta ekki gengið mjög vel.
En well, helgin var bara þrusu fín. Kemur örugglega engum á óvart að það var trítlað út í sveit í ýmiskonar bústörf. Held stundum að ég ætti að hætta þessu bæjarveseni og gerast bóndi upp í afdölum þar sem ekki er hægt að eyða neinum peningum og lifa bara af landsins afurðum. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, kíki í spilinn við tækifæri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home