fimmtudagur, júní 03, 2004

jæja, ég var að koma heim úr geðteymissprelli í Svinadalnum. Við skelltum okkur strax eftir vinnu upp að Skessubrunni í Svínadal, þar sem heilsuþjálfari tók okkur á beinið og kenndi okkur stafagöngu. Árangur okkar var misgóður en góður samt :) við erum snillar það er nokkuð ljóst. Síðan var lagt á brattann og stefnan tekin upp á við. Lungun mín eru greinilega ekki búin að jafna sig eftir flensuna miklu, dísús kræst mar, var eins og mæðuveik rolla eftir nokkrar mínútur. Sem betur fer ákváðu ekki allir að skella sér í fjallageitahópinn svo ég fékk gönguferð við mitt hæfi. Núna 5 tímum seinna dauðverkjar mig ennþá í lungun. Verð orðin góð á morgun fyrir sokkagönguna í vinnunni. Jamm og já þetta eru dagar djammmmmms og skemmtilegheita. Á morgun eftir vinnu fer starfsfólk iðjuþjálfadeildarinnar í árlega gönguferð með ýmsum tilbrigðum sem ekki eru gefin upp á prenti. Ég er skíthrædd um að verkjateymið taki geðteymið í nefið hvað drykkju varðar, ég verð ein og þær eru þrjár, finnst það nú ekki alveg jafn leikur. Ég geri mitt besta og stefni á að mala þær!!!!!!!!! Á laugardaginn er síðan kvennareið í Borgarnesi (fyrir þá sem hafa mikla þörf fyrir útúrsnúning þá sko eru þetta ekki konur að ríða konum sko, ekki pent orðað hehehe). Þetta er bara hin skemmtilegasti hestatúr með gífurlegu magni af áfengi (vonandi ekki of miklu, mjög leiðinlegt þegar fólk missir stjórn á drykkju, jafnvægi og hesti). Mér skilst að ég fá hest lánaðann sem ég hef aldrei sest á áður og er með STÓRANNNNNNN HNÚT Í MAGANUM YFIR ÞVÍ, því hann er ekki hestaþægastur verður að segjast. Sumir kalla hann Tattú vegna fjölda marbletta sem knapar hafa fengið þegar hann prjónar og ræður ekki við það og hlunkast á rassinn og hvert haldið þið að knapinn fari??????? já og það er rétt sem þið haldið, knaparæfillinn kyssir fósturjörðina eða faðmar hana spurning um orðalag. Heheheheheh þetta verður skemmtileg ögrun og hestfj..... í góðu skapi.
En well ég horfi björtum augum til framtíðarinnar og mun skemmta mér feitt um helgina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home