Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Sandra, hún á afmæli í dag. Ákvað að sýna hrikalega rosalega mikla tillitssemi og syngja bara á prenti. Ég var ekki viðstödd í móðurkviði þegar sönghæfileikum var úthlutað. Skilst að ég hafi heldur ekki verið viðstödd þegar þolinmæði, bjartsýni og og og og og segi ekki meir um það.
Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum hvar hægt er að fá update á ónæmiskerfi. Ég barasta man ekki eftir að hafa orðið svona oft veik alla mína hunds og kattartíð eins og þetta árið. Sólhattur og C-vítamín duga ekki í þessum bardaga. Ætla að mæta minn fyrsta vinnudag í þessari viku á morgun fimmtudag, spurning um hvort ég rati ennþá á lundin græna þar sem það var frí síðasta fimmtudag og ég tók svo frí á föstudag. Heil vika liðin síðan gamli minn og ég töltum léttilega til vinnu. Kannski hann sé ryðgaður fastur út á bílaplani þessi elska. Vá þetta er nú kannski bara allt of svartsýnar pælingar í gleðinni yfir breytingum varðandi búsetu. Ekkert meira að frétta af þeim málum, bíð spennt eftir að eitthvað píp heyrist frá Kópavogsbæ og frá fasteignasölunni.
En nú sannast enn einu sinni að "aldrei að segja aldrei, því aldrei getur orðið" ójájá sorrý Gunnhildur mín ekkert illa meint á þennan væntanlega búsetusstað minn en ég ætlaði aldrei að búa í Kópavogi, frekar enn í Reykjavík ef út í það er farið........ við Gestur erum búin að gera mikið grín af Kópavogi, að þar búi einungis þeir sem rati ekki út úr honum aftur hummmmmmmm, best að éta það ofan í sig aftur. Sem betur fer hef ég ágætist matarlyst svo mér verður ekki skotaskuld úr því frekar en öðru sem ég tek mér fyrir hendur.
Gestur lét mæla blóðþrýstingin hjá sér í gær sem er ekki í frásögur færandi nema hvað hann of hár. Skýringin fyrir því lá augljóslega fyrir að hans mati. "Jú þetta er eðlilegt" sagði hann, Guðbjörg er búin að vera heima í tvo daga. Ég er vanur að vera heima í ró og næði með "viðhaldinu" á daginn. Ég bara spyr hvað á maður að halda?????? Hef litlar áhyggjur af þessu viðhaldi þar sem hún er lítil svört, flöt með fullt af tökkum á, auðvelt að slökkva á henni og pakka niður í tösku!!!! Ekki hægt að gera svoleissss við mig hehehehehehehe
Hetja Gvends kveður að sinni, lifið heil :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home