fimmtudagur, júní 10, 2004

var svo heiladauð í gærkvöldi að ég gleymdi að segja frá sokkagöngunni ógurlegu og kvennareiðinni um síðustu helgi.
Það er siður í vinnunni að fara eina gönguferð saman allir starfsmenn deildarinnar. Ansi skemmtilegt :) við fórum í Elliðaárdalinn fyrir ofan stíflu og lékum ýmsar hundakúnstir okkur og öðrum til mikillar ánægju. Á meðan við sprelluðum voru okkar ektaelskur heima hjá yfirmanninum að grilla handa sársvöngum konum og gönguþyrstum hehehe en alla vega þá var þetta heljarinnar skemmtun með talsverði drykkju hinna ýmsu drykkja. Daginn eftir brunuðum við síðan vestur í Borgó sporgó þar sem ég skellti mér í kvennareið með fjörugum konum. Við skemmtum okkur konunglega í frábæru veðri. Mitt stóra/litla hjarta komst óskaddað heim, þrátt fyrir yfirlýsingar mínar í síðustu vikum um klárinn "tattú" Það var bara 2x sem ég var að skíta í mig varðandi hann en þá var bara að bölva í hljóði og tala hlýlega við þessa elsku hehehehe. Sjáið þið það ekki alveg fyrir ykkur????
Merkilegt hvernig skemmtanalífið gengur í bylgjum, það koma löng tímabil þar sem ekkert er að gerast og síðan kemur allt í bunu.
Kannski ég ætti að dríbbbbbba mig í að vinna smá? Annars erum við Gunnhildur sammála um að þessi vika er amk 10 dagar, dísús kræst hvað ég hef ekki tíma til að vera í vinnunni núna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home