mánudagur, júní 28, 2004

komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöldi að parket og ég eigum ekki mikla samleið nema ef vera skyldi það liggja kyrrt og ég labba á því og trampa mikið...... djö.... ég var komin ansi nálægt því í gærkvöldi að henda helvítinu fram af svölunum og mála stofugólfið í einhverjum fögrum lit og hafa það þannig... verður að segjast eins og er að mér gekk vægast sagt illa að byrja og fá þennan fjanda til að liggja kyrrann. En með 1000 pásum og 1000000000000000000 skömmtum af þolinmæði tókst mér að leggja smá. Er búin með ca 2/10 af gólfinu, skilst að gólfið sé um það bil 28 fermetrar svo ég á slatta eftir. Er alveg hætt við að fara í Iðnskólann að læra parketlögn, pípulagnir, smíði, múrara eða málara. Held það sé morgunljóst. Er best í að mála :)) en well varð að koma þessum merku tíðundu til ykkar elskurnar mínar, ég er farinn í klippingu og litun á það svo sannarlega skilið mar.

Parketgellan mikla í Engihjallanum kveður að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home