sunnudagur, ágúst 22, 2004

komin heim úr útlegð :) úfinn, sólbrennd, upplituð og sæl. Búin að eiga frábært sumarfrí og byrja að vinna í fyrramálið. Ég er búin að vera nánast ekkert á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og ekki fylgst með hvað er að gerast i umheiminum. Laus við öll áreiti, bara þvælingur, hestar, sumarbústaður, sveitastörf, heimsóknir og huggulegheit. Mikið déskoti er þetta bara næs. Fór m.a. í dagsferð með ma, pa, Kristjönu og Steinku á Snæfellsnesið. Ég hef aldrei farið allan hringin áður. Þetta var hin besta ferð og margt skemmtilegt að skoða.

við skelltum okkur á menningarnótt í gær. Gengum niður Skólavörðustíginn og ég fór inn í flest gallerý sem ég sá og fékk fullt af menningu í mín bein. Fannst það æðislegt, elska að skoða gallerý og söfn. Fór m.a. í antik búð og sá geggjað borðstofusett, eldgamalt...... bráðvantar það!!!! eins og gefur að skilja. Röltum á milli uppákoma í miðbænum og enduðum síðan á tónleikunum á hafnarbakkanum, EGÓ var í einu orði sagt æði!!!!!! djöfulli er Bubbi sprækur, hann er alla vega ekki á róandi það er nokkuð ljóst. Írafár hefði mátt missa sig :(
Verð að minnast á að ég varð mér til skammar!!!!!!!!!!!!!!!! ég þekkti ekki Bolla, hann heilsaði okkur og ég vissi að ég hafði séð hann áður einhverstaðar en alls ekki hvar....... hann hefur örugglega séð spurningarmerkin á andlitunum á okkur því hann glotti og kynnti sig.... er ennþá skömmustuleg meira að segja hefði nú þekkt hann ef Sandra hefði staðið við hliðina á honum hehehehe ein að reyna að klóra yfir klúðrið eða hvað??? Svo hittum við fullt af öðru skemmtilegu fólki.

Í dag renndi ég mér í dalina að Skerðingsstöðum á meðan Gestur las fyrir próf í samtíðarsögu. Alltaf gott að koma til Bjargeyjar og Jóns og mikið spjallað. Værum örugglega enn að tala ef ég hefði ekki þurft að bruna suður aftur til að mæta í vinnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home