þriðjudagur, ágúst 03, 2004

komin heim eftir frábæra 4 daga á hestbaki. Þessi ferð var í einu orði sagt algjör snilld :) Vorum heppin með veður, fengum smá rigningu og þá yfirleitt í lok dagleiða svo það skipti ekki máli. Í ferðinni voru 25 knapar með 111 hross.
Dagur 1
Farið var frá Kapteinsflöt að Mýrdal, rosaflott leið upp með Hítará og út með Fagraskógarfjalli að Mýrdal. Á leiðinni lentum við í villtu stóði með reksturinn okkar sem orsakaði hellings eltingarleik og mín þurft að hleypa heilan helling á Sval hinum svakalega. Þakkaði mínum sæla við að hafa við þessari elsku. Stutt dagleið vorum ekki nema 3 tíma á hestbaki.
Dagur 2
Farið var frá Mýrdal inn Flatir, niður í Litla Langadal, yfir Kirkjugötu að Bíldhól. Frábært veður, sól og blíða nánast allann daginn. Setti einn hest á hvolf sem þýddi kollhnís fyrir mig. Samferðarfólk mitt er enn að jafna sig á þessari byltu minni hún var víst andsk..... mikið hlægileg. Hummmmm get jú alveg trúað því. En ég stóð á fætur betri en ný og hélt áfram ferðinni. Hef 3x farið þessa leið og finnst hún alltaf jafn flott. Frábært að vera svona úti í náttúrunni þar sem engir bílar hafa nokkurn tíma farið, allt hreint og ómengað. Þvílík andleg næring verð ég að segja.
Dagur 3
Farið frá Bíldhól að Blönduhlíð, stutt dagleið mest megnis farið eftir fjörunni. Vorum 4 tíma á hestbaki. Rosalega þægilegt að hafa svona stutta daga inn á milli.
Dagur 4
Farið frá Blönduhlíð, inn Selárdal, Burstadal, niður Hítardal og að Kapteinsflöt. Hrikalega heitur dagur, brjáluð sól og logn!!!!!!! ó mæ god hvað ég er lofthrædd, je minnn eini. Það er einn farartálmi í mínum huga á leiðinni en það er að farið niður fjallið Svínabjúg. Fararstjórarnir ætluðu að fara "auðveldari" leið þ.e. sem væri ekki eins bröttttttt en ég get svo svarið það að hún var ekki betri. Ég hélt við Stormur myndum bara verða til þarna upp i á fjallinu. Hittum hóp frá Íshestum í kofanum í Hítardal og túristarnir voru með allar mögulegar og ómögulegar myndavélar á lofti að taka myndir af þessum glæsilega hóp. Þau voru 21 með 70 hesta svo við höfðum pottþétt vinninginn hvað varðar hestafjölda. hehehehe hefðum nú alveg komist þessa leið án þess að hafa svona marga hesta. Þessi dagleið teygðist í 11 klst sem er andsk..... langur tími.
En ég lifði þetta af sem og allir hinir. En örugglega voru einhverjir þreyttir þegar þeir vöknuðu til vinnu í morgun. Hópurinn skiptist í Hítardal hluti fór í Borgarnes og hluti fór að Kapteinsflöt. Gestur tók að sér að fylgja okkur eftir með nesti og nýja skó þá hluta leiðarinnar sem er jeppa fær.

Þvílík andleg næring að vera svona úti, er sólbrennd, þreytt og sæl :)
Á morgun erum við að fara í Hrífunes í heimsókn til ættingja í sumarbústað.

Nú er komin matur og ég er massa svöng.
Hafið það gott. knús

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home