föstudagur, ágúst 06, 2004

Búin að setja inn myndir úr hestaferðinni ógurlegu áhugasamir endilega kíkið.

Við erum komin heim úr Hrífunesi frábærlega skemmtilegt umhverfi þar. Skógivaxnar hlíðar og bara næs. Við Gestur fórum í heimsókn í sumarbústað til afa, ömmu, Steinku og Sæma. Gestur sýndi okkur afréttinn hjá Álftaveri og líka umhverfið í kringum Skálmarbæ þar sem hann var í sveit. Skemmtilegt svæði, væri alveg til í að eiga sumarbústað þarna. Við Gestur fórum vítt og breitt á leiðinni austur og skemmtum okkur konunglega. Myndir koma seinna.

Í dag gerðust undur og stórmerki. Ég og Gestur fórum og horfðum á hluta af Bikarmóti i frjálsum íþróttum. Já þið lásuð rétt, við fórum á íþróttamót af fúsum og frjálsum vilja. Þráinn frændi var að keppa í hlaupum og auðvitað fórum við og fylgdumst með öðru hlaupinu hans. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem ég fer á íþróttamót þar sem það eru ekki hestar að keppa. Fórum líka í fyrra og þá datt andlitið af ansi mörgum sem ég hitti þar. Fólk ekki vant að sjá mig á svona leikvangi. Bara gaman að því.

knús & kram

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home