Búin að setja inn myndir úr hestaferðinni ógurlegu áhugasamir endilega kíkið.
Við erum komin heim úr Hrífunesi frábærlega skemmtilegt umhverfi þar. Skógivaxnar hlíðar og bara næs. Við Gestur fórum í heimsókn í sumarbústað til afa, ömmu, Steinku og Sæma. Gestur sýndi okkur afréttinn hjá Álftaveri og líka umhverfið í kringum Skálmarbæ þar sem hann var í sveit. Skemmtilegt svæði, væri alveg til í að eiga sumarbústað þarna. Við Gestur fórum vítt og breitt á leiðinni austur og skemmtum okkur konunglega. Myndir koma seinna.
Í dag gerðust undur og stórmerki. Ég og Gestur fórum og horfðum á hluta af Bikarmóti i frjálsum íþróttum. Já þið lásuð rétt, við fórum á íþróttamót af fúsum og frjálsum vilja. Þráinn frændi var að keppa í hlaupum og auðvitað fórum við og fylgdumst með öðru hlaupinu hans. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem ég fer á íþróttamót þar sem það eru ekki hestar að keppa. Fórum líka í fyrra og þá datt andlitið af ansi mörgum sem ég hitti þar. Fólk ekki vant að sjá mig á svona leikvangi. Bara gaman að því.
knús & kram
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home