aðeins að vinna upp tapaðann tíma í tækninni :) hef lítið komið nálægt tölvu og síma í sumarfríinu svo nú er ég að vinna upp fráhvarfseinkenninnnnnnn sko ræð ekki við puttana einu sinni...... hummmmm En alla vega þá er ég komin í vinnuna aftur og það er bara fantafínt, ágætt að detta inn í rútínuna aftur.
Við skötuhjú erum farin að þjást af sturtuskorti á okkar heimili, stendur til bóta næstu daga eða vikur. Kössunum smá fækkar á stofugólfinu, svo þetta mjakast allt í réttaa átt hjá okkur. Gestur tekur síðasta prófið á morgun og verður massakátur þegar því verður lokið, væri örugglega til í að leggjast í dvala í amk 2 sólarhringa til að vinna upp svefnleysi vegna prófa og vinnu síðustu vikna.
Hafið þið spáð í því að sumarið er á enda og það er komið haust. Berjaæði í algleymingi hér í vinnunni og þónokkrar umræður um sultugerð og sultusamsetningar, fínt að kynna sér það áður en mar fer á prestsetrið með postulínsbollanna og blúndudúkana. Það skemmtilegasta við haustin eru litirnir í náttúrunni, magnað fyrirbæri þessi náttúra Íslands. Og svo auðvitað má ekki gleyma leitum, réttum og smölun svona fyrir þá sem eru sveitasinnaðir, yndislegur tími.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home