fimmtudagur, september 30, 2004

Í raun er hamingjan fólgin í því að lifa, horfast í augu við lífið og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Erfitt getur reynst að höndla hamingjuna. Hún leynist hvorki í auði né völdum heldur er uppsprettu hennar að finna í hreinni sál. Leyndardómurinn að undirstöðu hennar er fólgin í sálarró og því að vera sáttur við lífið, tilveruna og sjálfan sig.

Já ég dett oft í einhverja speki þegar ég er að kenna streitustjórnun og slökun í vinnunni. Rakst á þessa speki í blöðum hjá mér þegar ég var að taka upp úr kassa áðan. Þetta er svo satt. Undirstaða þess að lifa lífinu lifandi er að vera sáttur við sjálfan sig, lífið og tilveruna. En manni hættir dálitið til að detta í pælingarnar eins og púfffffffff ég verð hamingjusöm þegar ég verð rík, eða ég verð hamingjusöm þegar.... þegar..... svona getur maður haldið áfram endalaust. En þá má líka spyrja hvað er að vera ríkur???? og hvað er það að vera hamingjusamur????

Loksins druslaðist ég til að mæta aftur í leikfimi eftir sumarfrí á því sviði. Skellti mér áðan á Reykjalundi, djö.... gott að byrja aftur en ég hef trú á að það verði andsk.... oft erftit að druslast upp í sal eftir vinnu, frekar freistandi að fara bara heim :)

komin matur svo ég kveð í bili
kveðja
Heimspekingurinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home