mánudagur, september 27, 2004

hafði þið spáð í það hvernig líf það er að vera kind?????????????? ef þú ert heppinn færðu að stunda kynlíf 1x á ári og þá með einhverjum sem bóndinn ákveður nú eða þú verður hreinlega að ganga í gegnum tæknifrjóvgun. Já ok, svo líða mánuðurnir og þú hangir inn með öðrum kindum, færð að borða 2x á dag. Síðan einn daginn kemur einhver ókunnugur karl og skellir þér á rassin og afklæðir þig hvort sem þú vilt eða ekki á bændamáli kallast það rúning. Þegar vorar berðu 1-3 lömbum, lömbin eru tekin og skornir í burtu hlutar af eyrum þeirra, þú færð þau til baka og ykkur er hent út í guðsgræna náttúruna. Sem jú ok er lúxus, nóg að éta þegar þú vilt og fuglasöngur (ekki það ég hafi trú á því að kindur hlusti á fuglasöng). Já áfram líður tíminn, þú ert rekinn inn í hús, síðan upp á vagn og keyrð upp í afrétt. Fínt að vera þar í ró og næði. Næst kemur haust sem er mesti trauma tími kinda :/ bændur koma spinnigal og reka okkur niður til byggða. Næsta skref í hringrásinni er að börnin eru tekin frá okkur og þau skotinn. Skinninu flétt af og hausinn skorinn af. Innyflinn sorteruð og ákv. hvað skal nýta og hvað skuli hent. Höfuðinn eru skaðbrennd með gasi og söguð í tvennt og síðan í frost. Líkami þeirra er hlutaður niður og settur í frost. Þetta hljómar alls ekki fallega, en svona er gangur lífsins og ég dauðfeginn að vera mannvera og á ekki mannhvolp.

en aðeins á léttari nótunum. Sólin skín og haustlitirnir í algleymingi. Væri ekki slæmt að skella sér á rúntinn á Þingvelli og njóta haustsins. Áttum fína helgin í sveitinni við hin ýmsu sveitastörf. Framundan er heil vinnuvika. Einhverjar hugleiðingar voru hjá sumum í morgunsárið hvort það væri örugglega mánudagur, hvort það væri ekki bara sunnudagur. Niðurstaðan var víst sú að það væri mánudagur sem ég held sveimér þá að sé rétt niðurstaða því ég er extra utan við mig. What else is new þegar ég er annars vegar??????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home