þriðjudagur, september 21, 2004

jæja komin til vinnu aftur með auma vöðva og stirð liðamót eftir helgina. Þetta er búið að vera mikið gaman og mikið fjör. Byrjaði á leitum í Eyjahreppnum á laugardag, fór frá Höfða að Þverá með mörgum krúsídúllum og útúrsnúningum. Merkilegt hvað lopadýr geta ekki bara farið þangað sem þær eiga að fara, svo skiptir líka máli að fólkið sem er að smala sé á sínum stað á réttum tíma. Við Frúsi og Strákur lentum í svaðalegum eltingaleik við nokkrar gibbur sem harðneituðu að fara heim úr sumarhaganum og voru með uppistand og vesen. En með góðri samvinnu við fleiri smala og kollsteypu okkar Frúsa höfðust þær nú og voru handsamaðar og settar inn í bíl!!!!!!!! Fengum helling af íslenskri haustrigningu með björtum köflum á milli, þetta voru eiginlega ekki skúrir heldur frekar uppstyttur öðru hvoru hummmm skyldi þetta skiljast. Á sunnudag fór ég með familíunni í Þverárrétt í Eyjahrepp og svo ríðandi frá Haukatungu í Hítardalsrétt. Guðrún frænka fór á kostum og tætti af sér brandarana. Hítardalsréttin var svo á sunnudag í frekar svölu veðri og logni á fullri ferð.
úbs kl orðin 13 og skjólstæðingur bíður, best að láta sig hverfa til vinnu aftur. Segi betur frá ævintýrum helgarinnar seinna.
ble ble

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home