miðvikudagur, október 13, 2004

Rosalega er orðið dimmt á kvöldin :) fínt til að kveikja á kósý lampa og drita kertum út um allt, opna föndurkassann og byrja á jólagjöfunum. Ég var í innkaupaferð í dag fyrir vinnuna og er með heilabúið stútfullt af allskonar skemmtilegum hugmyndum fyrir jólagjafir og já líka til eigin nota. Nema hvað mig sárvantar jólakorta hugmynd, já ég veit það er bara 13. október í dag!!!!! ekkert bögg hérna..... má alveg hugsa fram í tímann. Saumó annað kvöld svo það verður bætt úr föndurskorti hið snarlegasta.. æði gæði...... Víst alveg rétt rúmlega nóg að gera þessa dagana, er farin að skoða á netinu vinnumöguleika frá áramótum. Búin að fá að vita að ég hætti um áramót. Gott mál það að kynna sér eitthvað annað búin að vera á sama vinnustað síðan 1998 fer að skjóta rótum svei mér þá :) :) :) Hef ekki áhyggjur af þessu ennþá, nóg annað skemmtilegt að gerast.

Er að hlusta á snilldardisk með Sveitasveitinni Hundslappadrífu, strákar vestur á Snæfellsnesi sem gáfu út disk með eigin lögum og textum, fullt af húmor verð ég að segja. Söngurinn kannski ekki alveg sá besti í veröldinni en það skiptir nú ekki máli, skemmtilegir eru þeir :) :)

Jæja steikti fiskurinn tilbúin svo það er best að gomma honum í sig.... sí jú leiter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home