miðvikudagur, nóvember 03, 2004

jæja gott fólk, fyrstu vinnudagurinn að baki eftir ferðalag og ég gjörsamlega búin á því. Ónæmiskerfið eitthvað að kvarta og sendi mér þessa fínu hálsbólgu og beinverki, en mar sér nú við svoleiðisveseni með smá lyfjaskammti frá Lyfju Lágmúla. Já þetta blogg er í boði Lyfju Lágmúla þar sem ég kaupi allt mitt dóp á heiðarlegan hátt..... segi ekki frá mínum dílerum þar fyrir utan. Sofnaði eftir vinnu og er illa geðfúl og lítið spræk í þessum pikkuðum orðum, lyktarstuðullinn er örugglega í 10 þessa stundina. Gestur þessi elska er að elda handa mér íslenskan mat að hætti mömmu :) slef slef slef....... gott að fá íslenskan mat. Annars fórum við á yndislegan ítalskan veitingastað í Edinborg sem heitir "Bella Italia" mæli eindregið með honum ;) svo er kínastaður í nágrenninu sem heitir Shjanghæ ja sko eða mig minnir það alla vega.... Að sjálfsögðu var farið út að borða á hverju kvöldi slef slef elska svoleiðis. Annars finnst mér maturinn í Prag mun betri en í Edinborg. Ég fór meira að segja í fyrsta sinn á Burger king stað hef t.d. aldrei borðað á Mac donalds, er algjör nölli í þessum málum. Já hvað er eftir að reporta hér??? hummm hummm hugsi hugsi Gestur lenti næstum því undir tveggja hæða strætóí Edinborg og í Prag lenti hann næstum því undir sporvagni. Verð að fara hafa manninn i beisli svo hann fari sér ekki að voða c´,) en kvikindið ég gat alla vega hlegið að honum ásamt fleirum heheheheheheheheheheeee.

Farin í bili en mun koma aftur, þið munuð ekki losna við mig múhahahhahahahahaha

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home