föstudagur, nóvember 19, 2004

hyperaktiv

Hafi ég verið hyper á mánudaginn þá er ég enn meira hyper núna. Er í miðju umsóknarferli fyrir vinnu og er megaspennt. Það eru nebbbblilega ansi hæfir aðilar sem sóttu um líka, 19 stk takk fyrir og sko svo er ég að fara í viðtal annarsstaðar á mánudagsmorguninn. Allt að gerast hérna mar og ég hef ansi takmarkaða einbeitingu til að sinna mínu starfi hér og nú.
Helgarplanið er simpelt, slökun og afslappesli eða þá flísalögn veit ekki alveg ennþá. Kemur í ljós í dag hvort kennari í guðfræðideildinni ætlar að skella nemunum í heimapróf um helgina svo ég bíð spennt eftir því. Ef Gestur fer í próf þá ætla ég að dúllast í jólakortagerð og allllllskonar föndri jibbbbbbý skibbbbbbbý. Þessi vika er búin og ég er glöð með það, vika námskeiða er á enda og ég er búin að skemmta mér konunglega á þeim.
En well er farin að hlusta á fyrirlestur
Góða helgi dúllllls

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home