fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Fótspor

Mann einn dreymdi um nótt. Hann dreymdi að hann væri á gangi eftir ströndinni með Drottni. Yfir himinum leiftruðu sýnir úr lífi hans. Fyrir hverja sýn sá hann tvenn fótspor í sandinum, önnur tilheyrðu honum og hin tilheyrðu Drottni.

Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftraði fyrir augum hans, leit hann við eftir fótsporunum í sandinum. Hann veitt því athygli, að oft á lífsleið hans voru aðeins ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli, að þetta átti sér stað á verstu og döprustu augnablikum lífs hans.

Þetta olli honum hugarangri og hann innti því Drottin: “Drottinn, þú sagðir, að er ég ákvæði að fylgja þér, mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir, að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins spor. Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig er ég þurfti mest á þér að halda”

Drottinn svaraði: “Ástkæra, ástkæra barnið mitt, ég ann þér og mundi aldrei yfirgefa þig, á tímum prófrauna þinna og þjáninga. Þegar þú sérð aðeins ein fótspor, þá var það ég sem bar þig”


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home