smákökur nammmmmmmmmmmmmmmm
hædilí hó :) hvað segist gott fólk ???? ég er í sveitasælunni. Búin að vera dugleg í dag og baka 2 tegundir af smákökum og föndra hálfan annan helling af jólakortum. Hrikalega skemmtilegt. Á reyndar eftir að setja súkkulaðið á smákökurnar, fer í það núna strax eftir skýrslugerðina.
Well þá er þessu tímabili á Reykjalundi lokið og ég byrja í Geysi á þriðjudaginn. Sennilega fatta ég þetta ekki fyrr en í lok vikunnar. Líður dálítið eins og ég sé að fara í vettvangsnám frekar en að skipta um vinnu. Skemmtilegt.
Skildi Gest eftir einan í Kópavoginum að læra fyrir próf og vona að honum heilsist vel við það verkefni...... kíki á hann á morgun :) ætla svo að vera í fríi á mánudaginn og spóka mig á höfuðborgarsvæðinu með mömmu og Kristjönu. Fara í helling af búðum og skoða eitthvað skemmtilegt. En well súkkulaðið kallar best að drífa sig..... og svo etv föndra fleiri kort.. búin að læra fullt af nýjum aðferðum í kortagerð svo nú gæti ég alveg hugsað mér að búa til 100 kort í viðbót. Ja svei mér þá held ég sé bara í maníukasti í þessu mar...
verið góð við hvort annað :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home