þriðjudagur, desember 21, 2004

kósíheit í streitubland á aðventu

jæja komin ný vinnuvika komin og ég búin að dunda mér við að vera veik heima. Mætti í vinnuna í gær morgun og druslaðist heim um ellefu og svaf það sem eftir var dagsins. Fékk sambland af gubbupest, niðurpest og hálsbólgu með raddleysi... hljómar hrikalega vel svona þegar mar er að byrja í nýrri vinnu.

Gestur kláraði síðasta prófið í dag og ríkir mikil gleði á þessu heimili yfir því. Jibbbbý skibbbbbý :) :) hægt að brosa yfir minna en því. Ég er hægt og rólega að klára að týna upp jólaskrautið okkar og safna orku til að taka til og safna enn meiri orku til að fara í jólamatarinnkaupinn. Þoli ekki búðir og streitt fólk í miklum asa svona rétt fyrir jólin úffffffffffff Sem betur fer erum við búin að gera mestu innkaupinn. Búin að pakka inn öllum jólagjöfum og koma öllum jólakortum í póst. Held að að við séum bara í sæmilegum málum, ef horft er framhjá þrifum *geislabaugur* *geislabaugur*

Mæli eindregið með aðventulagi baggalúts enn og aftur, þvílík gargandi snilld. Heyrðu já stelpur mínar mig er sárlega farið að vanta upplýsingar um nissaleikinn margumrædda hummmmmmmmmm láta nú í sér heyra takk!!!!!!!!!!

knús og kram

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home