mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár :)

Gleðilegt ár allir saman til sjávar og sveita. Takk fyrir gamalt og gott sprell á líðandi árum.

Nýtt ár runnið upp með tilheyrandi flugeldaspanderingum. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu var svipað og á átakasvæðum í Beirút eða Bagdad nema hvað það var minna mannfall en þar er. Samt voru of margir sem þurftu að leita aðstoðar vegna brunaslysa af völdum flugelda. Ég er svo mikil gunga eins og allir vita hehehehe að ég hef aldrei á mínum árum kveikt á flugeldi. Var meira að segja í fyrsta sinn utandyra þegar sprengdir voru flugeldar. Finnst að flugeldar eigi að vera hljóðlátir með dýrðlegu ljósashowi, það hentar mér fínt.

Við skötuhjú fórum í sveitina að kvöldi nýársdag og komum heim í morgun, já sagt og skrifað í morgun. Guðbjörg hin morgunspræka stökk á fætur kl 06:00 og í sturtu og síðan brunuðum við í bæinn í skítaveðri. Við fengum skafrenning, brjálað rok, rigningu, slyddu, skafrenning og snjókomu með góðum slatta af rokrassgati. Ég mætti of seint í vinnuna í morgun vegna veðurs demmmmmm þoli ekki að vera sein. En við komumst stórslysalaust og ég náði að dotta nánast alla leið. Opnaði augun reglulega og ef veðrið var leiðinlegt þá var ég fljót að loka þeim aftur hehehehe skilst t.d. að Kjalarnesið hafi verið extra slæmt. Í kvöld erum við svo að fara í jólarestaboð til systur Gests, gaman að því. En ég ætla nú að undirbúa mig andlega undir það að þurfa að fara út á eftir og leggja mig í smá stund :) :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home