Fylgifiskur jólanna
jæja þá er búið að afgreiða fylgifisk jólanna, ansi óskemmtilegur fylgifiskur sá... nebbblilega að taka niður jólaskrautið og pakka því niður. ó men hvað það er lítið skemmtilegt, fékk fínan andlegan stuðning frá mínum karli við það!! Það verður alltaf hálf tómlegt fyrst á eftir.
Við erum húkt á spilinu seqence, við keyptum það milli jóla og nýárs og nú eru allir/flestir sem voga sér hingað inn fyrir dyr, dregin í spilið góða. Vonandi engin nauðugur samt :)
Ég er búin að vera í maraþonlestri síðustu viku.... var að klára Da Vinci lykilinn ómen hvað hún er spennandi. Gestur kvikindi keypti hana á ensku út í Edinborg í haust og ég gat ómögulega keypt hana á íslensku líka svo ég skellti mér í ensku útgáfuna, sem hægði heldur betur á lestrarhraða mínum. Er mun FLJÓTARI að lesa á íslenskri tungu og kýs það frekar ef ég hef valið. En well ég ætla að skella mér í að horfa á dobble ó seven í imbanum.
Adíós amígós
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home