fimmtudagur, janúar 20, 2005

nafnlausi pistillinn

Jæja þá er það dagbók vikunnar :) á mánudagskvöldið fór ég í snilldarsaumó, já ég segi saumó en ekki hámó, því við vorum svo hrikalega hógværar í átinu...... gaman að hittast svona reglulega og ég uppgötvaði mér til skelfingar að ég er ekki með neina handhæga nú eða handtæka nú eða ferðalagahæfa handavinnu. Verð eitthvað að bæta úr því fyrir næsta hitting. Fór síðan í matarboð til Jóhönnu á þriðjudag og átti með henni quality moment við gláp á amazing race, snilldar þættir. Hef aldrei horft á þessa þætti áður og mér skilst þetta sé sería no eitthvað helling. Síðan vorum við Gestur að koma heim úr ráðgjöf varðandi lífeyrissparnað, viðbótarlífeyrissparnað, tryggingar, líftryggingu og svo og svo ...... snilld að fara yfir þetta. Og við í þokkalegum málum en bættum við okkur líftryggingu. Dísús kræst hvað mar er að verða ábyrgur hummmmm skildi mar vera að eldast???? og þroskast????? spurning.... Þessi vinnuvika er búin að ólmast framhjá og föstudagur á morgun sem þýðir að ég þarf bara að vakna einn morgun í viðbót snemma og svo má ég sofa að eiginvali tvo morgna. Stefna helgarinnar er að vinna í bað...... margumrædda og njóta þess að vera til. Já og ekki má gleyma boðinu í spúkíkvöld til Svönu beib á mánudag, hlakka til

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home