mánudagur, febrúar 28, 2005

Fannar afmælisstrákur

Þá er Fannar orðinn tveggja ára men hvað tíminn er fljótur að líða. Við fórum í þetta glæsilegt kökuboð á skaganum á laugardaginn. Sunnudeginum eyddum við svo í sveitarsælunni. Ma og pa buðu okkur í leikhús í Borgarnesi á sunnudagskvöldinu á Týndu teskeiðina. Skemmtilegur farsi og mikið hlegið, boðskapur um að það sé alltaf betra að segja sannleikann því annað getur barasta lent í ótal flækjum og veseni. púffff. Segi ekki meira um það.
Á morgun á húsbóndi heimilisins (ja eða hann heldur að hann sé húsbóndinn og ég leyfi honum að halda það hehehehehe) afmæli og ætlar hann að bjóða systkinum sínum, mökum þeirra og afkvæmum í afmælisboð. Það verður ferlega fínt og mmmmm hlakkar mikið til að borða slef slef er óforbetranlegt matargat :) held ég þyrfti að láta skammta mér á diskinn og það hollann mat ehehhe ég yrði örugglega geðveik og geðfúl að fá ekki að hafa val. Lífið snýst allt um val, ekki satt???? Stundum getur verið erfitt að sýna fólki fram á að það hafi alltaf val á hvernig það lifir lífinu. Vissulega er stundum lítið val en jú þú hefur alltaf val um hvort þú tekur á móti lífinu jákvæður eða neikvæður og það munar heilmikilu hvorn kostinn þú velur. Læt það verða lokaorð í dag og kveð með bros á vör og þreytta vöðva. Farinn að horfa á survior mmmmmmmmmmmmmmmmm
over and out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home