mánudagur, febrúar 21, 2005

og svo og svo og svo og svo og svo

já nú er helgin að baki og komin ný vika sem verður búin áður en mar getur sagt halelúja. Merkilegt hvað þessir frídagar eru alltaf fljótari að líða en vinnudagarnir. Við fórum í sveitina um helgina og dunduðum okkur við hefðbundin sveitastörf okkur til ánægju og yndisauka, alltaf gott að koma aðeins heim og fá sveitalykt í nefið.
Í kvöld er ég svo á leið í hámó til Millu snillu í nýju íbúðina hennar, hef ekki komið til hennar ennþá svo þetta er megaspennó :) einn annars galli á þessu öllu saman en samt kannski ekki galli fer eftir því hvernig litið er á málið. Er ég nokkuð annars komin út fyrir efnið???? ja hummm etv smá en já gallinn hann er sá að ég var hjá tannlækni og þarf að vera á fljótandi fæði það sem eftir lifir dags. Slæm tímasetning fyrir tannlækna heimsókn, ákkúrat hámó dagurinn púfffffffff mar finnur sér einhverja leið hehehehee annars gengur nú bara ljómandi vel í sætindabanni, ja eða ágætlega, datt smá í nammiskálina um helgina en ég er komin upp úr henni aftur svo málið er dautt. Annað kvöld er svo opið hús í vinnunni og ég að vinna :) félögum í klúbbnum er boðið upp á að koma með hannyrðir og iðka þær í skemmtilegum félagsskap. Sumsé margt spennandi framundan sem of langt mál er að telja upp hér og nú!!!! En hvað með ykkur hin, er ekkert spennandi að gerast hjá ykkur kæru lesendur???? og með þeim orðum kveð ég og ætla í andlegasjálfhverfainnlifunaríhugun við að gera aldeilis ekki neitt og gott ef að Óli félagi lokbrá kíkir ekki bara í heimsókn í nokkrar mínútur, kærkomin félagi karlinn sá

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home