laugardagur, mars 05, 2005

tómur hámur gámur

það þýðir ekkert að nöldra yfir bloggleysi annarra og gera svo ekki neitt sjálf. Við erum með kærkomin gest um helgina Gummi frændi er hjá okkur. Gaman að fá hann í heimsókn og jafnframt svolítið skrýtið verð ég að segja að hafa "barn" í húsinu. Við erum ekki vön að þurfa að vakna og gefa einhverjum morgunmat og svo videre, en þetta er mjög skemmtilegt. Við vorum í boði hjá tengdó áðan, afmælisdagur tengdapabba í dag og það hefur skapast sú hefð að Dóra tengdó býður börnum, mökum þeirra og barnabörnum í mat. Skemmtilegur siður og gaman að hitta alla. Svanur tók fyrstu skóflustunguna að einbýlishúsinu síðan í kvöld þannig að þetta er búin að vera viðburðarríkur dagur. Ég og Gummi skrópuðum og fórum heim og hann að horfa á videó. Eigum bara hérna kósý stund saman. En já svona gengur lífið í hjallanum, bissý vikan liðinn og róleg vika framundan sýnist mér, sem er ljómandi gott. Hefði ljómandi gott af því að slaka aðeins á og safna í orkustöðvarnar einhverri orku. Rafhlöðurnar eru frekar tómar verður að segjast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home