mánudagur, apríl 04, 2005

það er komið vor, vor, vor

Fór á hestbak áðan sem er ekki í frásögur færandi nema ég hef aldrei sest á jafnviljugan hest!!!!! Sem betur fer var eigandinn með aukataum og lónseraði mig í gerði mar... þorði ekki að láta sleppa mér :) hjálpaði nú ekki til heldur að vera í ókunnugum hnakk og ekki í hestafötunum enn þetta tókst stórslysalaust..... félagi Gests á þennan mikla fák og leyfði mér að prófa hann. Kannski ég smelli bara inn link á mynd af þeim félögum Halla og Prins. Þá er Thelma Rut komin í fullorðinna manna tölu, jamm og já, stúlkan sú fermdist á laugardag í Hjallakirkju og var haldin frábær veisla :) Mjög skemmtilegur dagur.
Hafið þið spáð í að það er alveg að koma sumar :) :) :) yndislegt, skrýtið hvað þessi vetur hefur liðið hratt :)
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu atviki sem ég lenti í um daginn. Ég hitti konu á förnum vegi sem ég var alveg viss um að ég þekkti mjög vel, hafði bara ekki séð hana lengi en jæja. Við fórum að tala saman og ég spyr hana hvar hún búi núna því ég vissi að hún hefði verið að flytja, konan svara skilmerkilega að hún sé nú ennþá í Garðabæ eins og hún hafi verið síðustu 20 ár. Þá fór nú aðeins að fara um mig því að konan sem ég hélt ég væri að tala við hafði aldrei búið í Garðabænum svo ég vissi, hafði verið í Mosó í ca 20 ár. Ég fölnaði á örfáum sekúndubrotum og hugsaði með mér hver í andskotanum þetta væri mar!!!!!!!!!! Við héldum áfram að tala og ég örugglega frekar undarleg á svip. Sem betur fer reddaði hún mér án þess að vita af því með því að spyrja hvort ég hefði lært mikið á tarotnámskeiðinu síðasta vor. Þá var þessi kona með mér þar. Jamm og já svona er að vera sauður!!!!!! Ákvað bara að drífa mig eftir þetta spjall heim á leið þar sem ég flissaði eins og gelgja yfir þessu atviki. Nú heilsa ég þessari konu með bros á vör á hverjum degi ..... góð saga en etv. dulítið löng ..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home