föstudagur, apríl 01, 2005

englakrútt

hversu sætt er það að vera englakrútt??? er nú vanari að kalla mig skrattakollu enda fer það mér mun betur. Veit ekki alveg kom yfir mig að byrja færsluna svona. Kannski hefur 1. apríl eitthvað með þetta að gera. Ég er búin að vera extra nojud í dag og ekki trúað hálfu orði án þess að hugsa mig um fyrst. Veit ekki til þess að það sé búið að ljúga af mér. Gott þessi vika er á enda, svolítið lengi að koma mér af stað eftir páskafríið bæði líkamlega og andlega. Andlega er ég ennþá fjarverandi ekki svo auðvelt að mæta til vinnu í þannig formi sérstaklega ekki núna þar sem 4 umsækjendur um framkvæmdastjórastöðuna eru búnir að koma einn prufudag í klúbbinn og vinna. Líkt og ég gerði þegar ég byrjaði. Allt hæft fólk og valið örugglega ekki auðvelt, en men ég ætlaði nú ekki að blogga um vinnuna púfffffffff hér er punktur á því.
Um helgina er planið að fara í fermingarveislu hjá bróðurdóttur Gests á laugardag og síðan létt matarboð á sunnudag hjá félaga Gests. Um næstu helgi ætlum við síðan að gerast bændur og leysa ma og pa af í sveitinni með Kristjönu. Gott fyrir alla aðila held ég. Vonandi verður búið að járna fákana tvo sem eru komnir í hús svo ég komist aðeins á bak...... er alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi að hætta þessari hestamennsku eða þá að kaupa mér hest/a. Svo tími ég því ekki þetta er svo skemmtilegt, verst hvað þetta er tímafrekt og dýrt ef mar ætlar að stunda þetta almennilega. Kannski verðum við með hesta í húsi næsta vetur hver veit??? núna ákkúrat eins og alltaf þegar það vorar þá langar mig óstjórnlega á bak eftir vinnu :)
jo þannig er nú það......... en hafið það gott um helgina og verið góð við hvort annað.... ég amk ætla að vera þokkalega þæg, get ekki lofað meiru...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home