fjórhjólasnillingar
Well well þá er snilldar helgi að baki og ég komin heim:) Fór í sveitina á fimmtudagsmorgun og búin að vera þar síðan með smá viðkomu á Indriðastöðum og í geggt næs sumarbústað í Skorradal. Já loksins kom 7. maí eftir langa og stranga bið, við í hámó alla vega búnar að bíða lengi. Við nebbblilega fórum í fjórhjólaferð með Eskimós ævintýrasmiðju. Þeir eru með bækistöðvar meðal annars á Indriðastöðum í Skorradal, þar sem við skelltum okkur í túr. Fengum fyrirtaks túr um nágrennið. Þurftum aðeins að bíða eftir að komast á stað en sá tími var vel nýttur í að kýla adrenalínið og spennuna upp, assgoti hvað það gekk vel. Brunuðum eins og herforingjar út í Skorradalsvatn, yfir ár og lækjarsprænur, í grúsgryfju og svo og svo og svo var þetta hreinlega bara æðislegt. Bergþóra þurfti að spýtast í bæinn og var ekki með okkur í sumarbústaðnum á eftir. Jamm og já síðan var haldið í bústaðinn og þar var rétt aðeins nartað í nammi og mat og aðeins fengið sér örlítið max og smá öllari. Ég reyndi mig í fyrsta sinn í fimbulfambi hummmmm, mar þarf að hafa ótrúlegt ímyndunarafl í því, húha eitthvað sem mig skortir sjaldan. Pictonary var rúllað upp og svo já svo bara gaman. Skelltum okkur í heitapottinn um miðnættið við kertaljós og horfðum á norðuljósin dansa léttan vals fyrir okkur. Við Sandra skelltum okkur svo heim í sveitina mína og sveituðumst smá. Smelltum okkur á hestbak m.a. En já segi þetta gott í bili :)
Góða vinnuviku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home