Flandurvika
Well, well ég vil byrja á að segja hve lengi verður gott veður???? held svei mér þá að það komi ekki rigning fyrr en ég fer í sumarleyfi, væri ósköp gott að fá rigningu í tvo daga svona til að hreinsa rykið úr loftinu og þannig.
Við Gestur erum búin að vera á fínu flandri síðustu daga. Á föstudag fórum við í sveitina, ég fór í snilldarkvennareið í Borgarnesi með kerlunum þar. Vel heppnuð ferð, engin datt af baki, engin lenti á sjúkrahúsi, engin lenti undir hestinum og svona mætti lengi telja, birt án ábyrgðar samt, þar sem ég gat nú ekki fylgst með 60 kerlingum misgáfulegum..... en alla vega ég skemmti mér konunglega og fékk ljómandi fínan fák lánaðan, held afskaplega mikið upp á hann Frúarjarp sem ég fékk til afnota. Já og svo skutluðumst við í bæin á sunnudagskvöld og ákváðum á leiðinni að nú væri ákkúrat rétti tíminn til að rifja upp gömul kynni við Hvalfjörðinn svo við skelltum okkur þann rúnt. Á mánudag skruppum við rétt aðeins á Selfoss og þar prófaði ég hest fyrir Grjetar Andra sem lukkaðist svo ljómandi vel að hann er stoltur hesteigandi í dag og fær Sesar einmitt afhentan í dag. Til hamingju Grjetar. Á þriðjudag skruppum við í sveitina í afmælisboð til Kristjönu sys.. "litla" systir er barasta orðin 25 ára gömul.... ja hérna hér sem þýðir þá að ég er ?? gömul hehehehehehe í gær miðvikudag var síðan aftur rúntur á Selfoss til að skila hnakk sem ég fékk lánaðan þar í hestabúð til prufu. Niðurstaða þeirrar prufu var að kaupa slíkan hnakk um leið og fjárveiting fæst. Komum aðeins við í Hveragerði til að kaupa smá gróður á svalirnar hjá okkur og síðan í grillveislu til Möggu mágkonu hennar familí í gærkvöldi. Ég afþakkaði gott boð um ferð á Selfoss í dag til að flytja Sesar í sumarhagann, held mér sé hollast að sinna heimilisstörfum og gróðursetja á svölunum. Merkilegt að þvotturinn þvæst ekki þegar mar er aldrei heima. Svona sem lokapunktur í þessa miklu ferðasögu þá er skemmtilegt að segja frá því að á morgun förum við svo í sveitina aftur og verðum þar yfir helgina. Glöggir lesendur geta nú dundað sér við að reikna út ekna kílómetra síðustu viku og látið síðueiganda vita.. hugguleg verðlaun í boði. Ég reikna með ég endurtek ég reikna með að vera meira heima við í næstu viku :) ef einhver hefði áhuga á að kíkja við ......
En já nú kallar vinnan og best að sinna henni....
góða sólardaga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home