nú hefndist mér fyrir leti í gærkvöldi. Jakkkkkkk fæ hroll við tilhugsunina eina saman. Þegar ég kom heim í dag var ég í svo miklum framkvæmdafíling sem gerist mjög sjaldan strax eftir vinnu svo ég ákvað að kíkja á blómin, vökva og svona. Haldiði ekki að ég hafi rekist á tvö blóm sem hreinlega iðuðu af grænni lús, (enn meiri hrollur). Var nú fljót að grípa gúmmíhanskana eins og doktor Saxi, ná mér í innkaupapoka og henti þessum blómum með húð og hár beint i ruslalúguna. Ef ég væri eins vígaleg og gamli karlinn í myndinni Magnús þá hefði ég kveikt í öllu saman og hlegið dátt þegar lýsnar grilluðust, þvílíkt ógeð. Kannski ég ætti að fara að komast að leti pointi sögunnar, málið var að á borðinu við hliðina á blóminu var þessi fíni stafli af hreinum fötum sem ég nennti ekki að ganga frá svoooooooooooooooo að nú er fínn stafli af þvotti í þvottahúsinu og í þvottavélinni. Sá nú engin kvikindi í þeim en gat bara ekki hugsað mér að fara í þau án þvottar, helst hefði ég viljað sjóða þau!!!!!!!!!!!
En alla vega þá átti ég yndislega helgi með fjölskyldu og vinum í hestatúr. Hinn árlegi sleppitúr var á laugardag. Tvífætlingar og fjórfætlingar hlutu þetta fína ferðaveður og áttu saman góðar stundir. Þetta var dágóður túr úr Borgarnesi að Capteinsflöt í Skiphyls amti. Gestur fylgdi okkur eftir á bíl, dyggur stuðningsmaður og nestisgeymari ekki slæmur titill það. Hér eru myndir úr ferðinni
En well best að gera eitthvað af viti annað en að dagbókast hérna........
1 Comments:
prufa
Skrifa ummæli
<< Home