þriðjudagur, júlí 05, 2005

paparnir rúla

ég er búin að fá fullt af góðum hugmyndum af bloggi undanfarna daga en svo þegar ég gef mér tíma til að skrifa þá er allt blankó hummmmmmm..... en welll watt a hei best að láta vaða..... Nú eru t.d. 8 vinnudagar að sumarfríi, við erum ekki búin að ákveða hvað við ætlum að gera um næstu helgi, er að horfa á Brúðkaupsþáttinn já sem er nú ekki vani minn en ég varð að framkvæma nú þar sem brúðhjón kvöldsins tengjast fjölskyldu minni. Sko átta vinnudagar eftir þýðir að það eru 3 og 1/2 vika í U2.... hlakkar bara helling til, verður æðislegt að hitta köbenstínuna eldspræka.

Við Gestur og Kristjana skelltum okkur á hestamannaball á Kaldármelum, snilldin ein. Paparnir voru að spila og þetta var já bara enn og aftur snilldin ein. Myndir hérna gjörrrriði svo vel, engin ábyrgð tekin á birtingu þeirra. Það eina sem vantaði var Bjargey, Jón og maddömu Sigríði, en við létum okkur hafa það og skemmtum okkur fram á morgun. En það var samt morgunljóst að margar skrattakolluminningar spruttu fram og margar þeirra ekki prenthæfar hehehehehehe

3 Comments:

At 6:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.. gaman að sjá myndir! hvenær á annars að koma og kíkja á baunana? búin að gleyma;/

 
At 8:45 e.h., Blogger merkileg said...

komum til baunverjalands 29. júlí og förum heim 1. ágúst.... fjári stutt stopp en geggjað samt

 
At 4:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh þid eigid eftir ad skemmta ykkur tonn á tónleikunum ;) bid ad heilsa félaga Bono og co......

 

Skrifa ummæli

<< Home